Fundargerð stjórnarfundar 17. janúar 2020

FUNDARGERÐ  

Stjórnarfundur í Landssambandi Heilbrigðisstofnana, fyrsti fundur nýrrar stjórnar, 17.01.2020 kl. 13:30

Fundurinn var á skrifstofum HH í Álfabakka í Reykjavík en einnig með þátttöku í gegnum síma (sjá að neðan).

Mætt: Guðný Friðriksdóttir (GF), Margrét Grímsdóttir (MG), Pétur Heimisson (PH) er í síma, Jónas Guðmundsson (JG), Fjölnir F. Guðmundsson (FFG), Ásgeir Ásgeirsson (ÁÁ) og Ólafur Baldursson (ÓB) í síma. Anna María Snorradóttir boðaði forföll. Sveinn Magnússon (SM) var með undir dagsrárlið 4.

Með fundarboði höfðu fylgt; samþykktir LH, fundargerð aðalfundar LH 14.11. 2019, fundargerð stjórnar LH 14.11. 2019 og vinnupunktar vegna áætlaðrar Færeyjaferðar.

 

DAGSKRÁ:

  1. Samþykktir sambandsins

          Örstutt umræða um samþykktirnar og bent á prentvillu(r).

  1. Fundargerð frá aðalfundinum 14. nóv
    Bent á örfáar innsláttarvillur, en ekkert hvað efni varðar.

 

  1. Fundargerð frá stjórnarfundinum 14. nóv
    Bent á örfáar innsláttarvillur, en ekkert hvað efni varðar.

 

  1. Breytingar í stjórn: Þetta er fyrsti fundur nýrrar stjórnar LH og því skal stjórn samkvæmt samþykktum LH skipta með sér verkum. GF er áfram formaður, JG áfram gjaldkeri, samþykkt var að MG tæki við varaformennsku af Lilju sem gekk úr stjórn og PH yrði ritari.
  2. Ferðin til Færeyja

Ákveðið hefur verið að árlegur vorfundur LH verði með óvenjulegu sniði þ.e. haldinn í Færeyjum. GF kynnir frumdrög ferðaáætlunar; flogið að morgni miðvikudags 6. maí til Færeyja og heim á föstudegi 8. maí. Gist á Hótel Færeyjar þar sem búið er að taka frá herbergi, en eigi síðar en 24. Jan nk. skulu stofnanir tilkynna þátttöku síns fólks í vorferðinni.  
GF kynnir til leiks SM sem þekkir vel til Færeyja, á þar persónuleg tengsl og þekkir vel til heilbrigðiskerfisins þar og hefur SM að beiðni stjórnar LH tekið að sér fararstjórn í ferðinni.
Stjórnin er sammála um að faglegur hluti ferðarinnar verði með áherslu á að fá kynningu á færeysku heilbrigðiskerfi og þjónustu. SM nefnir ýmsa möguleika bæði hvað varðar faglegan og félagslegan þátt Færeyjaferðarinna og verða nokkrar umræður. Gagnlegar umræður þar sem m.a. var rætt um þann möguleika að fá fræðslu um sjúkrahús, fjarheilbrigðisþjónustu o.fl. Ákveðið að SM myndi móta nánari hugmyndir og vangaveltur og senda á stjórnina tillögur sínar að dagskrá.   

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 14:20

Sækja fundargerð