Stjórnarfundur 9. október 2023

Stjórnarfundur Landssambands heilbrigðisstofnana

Haldinn í TEAMS mánudaginn 9. október 2023 kl. 15

Mættir í Teams Baldvina Ýr hafsteinsdóttir HSU formaður, Helga Hauksdóttir HSS, Þórhallur Harðarson HSN, Guðbjörg Gunnarsdóttir Reykjalundi, Ásgeir Ásgeirsson HVE, Guðbjörg Gunnarsdóttir og Hildur Elísabet Pétursdóttir HVest sem ritar fundargerð.

Dagskrá

  1. Aðalfundur 9. Nóvember

Rætt um kosningar á aðalfundi. Óskum eftir framboðum en Þórhallur, Baldvina og Guðbjörg eru öll til í að halda áfram.

Baldvina mun senda út bréf til framkvæmdastjórnaheilbrigðisstofnana og biðja þær að fjalla um þetta í sínum hópi varðandi umsóknir um aðild í samtökin.  Þær senda okkur svo til baka þeirra ályktanir og við gerum þá tillögur um breyingatillögu á aðalfundi.

  1. Umræðuefni á málþingi á aðalfundi

Þetta er ákveðið núna:

  • Fjarheilbrigðislausnir í raun. Innleiðing og notkun velferðartækni hjá heilbrigðisstofnunum á Íslandi. Vinnuhópur HH –Margréti Víkingsdóttur og Eva Magnúsdóttir – Ákveðið
  • Fjármögnunarlíkan fortíð, nútíð og framtíð. – Arnar verður með stutta kynningu og tekur svo við fyrirspurnum. Ákveðið

Hugmyndir:

Baldvina sendir á Willum hvort hann vilji koma og halda ávarp.

Þórhallur sendi þessa fyrirspurn síðast en hefur ekki fengið svar frá þeim:

  • Greining á styttingu vinnutíma. Fá Kjara og mannauðs til að kynna niðurstöður.

Hverju hefur hún skilað? Hafa veikindi/ fjarvistir minnkað í kjölfarið? Hvernig er yfirvinnan?

Hverjar eru helstu niðurstöður úr úttektinni sem var gerð 1 og 2 árum eftir innleiðingu. Kostir og gallar.

  • Hver er framtíð vottorð. Fjarvistir frá skóla og vinnu