Stjórnarfundur Landssambands heilbrigðisstofnana
Haldinn í TEAMS mánudaginn 9. október 2023 kl. 15
Mættir í Teams Baldvina Ýr hafsteinsdóttir HSU formaður, Helga Hauksdóttir HSS, Þórhallur Harðarson HSN, Guðbjörg Gunnarsdóttir Reykjalundi, Ásgeir Ásgeirsson HVE, Guðbjörg Gunnarsdóttir og Hildur Elísabet Pétursdóttir HVest sem ritar fundargerð.
Dagskrá
- Aðalfundur 9. Nóvember
Rætt um kosningar á aðalfundi. Óskum eftir framboðum en Þórhallur, Baldvina og Guðbjörg eru öll til í að halda áfram.
Baldvina mun senda út bréf til framkvæmdastjórnaheilbrigðisstofnana og biðja þær að fjalla um þetta í sínum hópi varðandi umsóknir um aðild í samtökin. Þær senda okkur svo til baka þeirra ályktanir og við gerum þá tillögur um breyingatillögu á aðalfundi.
- Umræðuefni á málþingi á aðalfundi
Þetta er ákveðið núna:
- Fjarheilbrigðislausnir í raun. Innleiðing og notkun velferðartækni hjá heilbrigðisstofnunum á Íslandi. Vinnuhópur HH –Margréti Víkingsdóttur og Eva Magnúsdóttir – Ákveðið
- Fjármögnunarlíkan fortíð, nútíð og framtíð. – Arnar verður með stutta kynningu og tekur svo við fyrirspurnum. Ákveðið
Hugmyndir:
Baldvina sendir á Willum hvort hann vilji koma og halda ávarp.
Þórhallur sendi þessa fyrirspurn síðast en hefur ekki fengið svar frá þeim:
- Greining á styttingu vinnutíma. Fá Kjara og mannauðs til að kynna niðurstöður.
Hverju hefur hún skilað? Hafa veikindi/ fjarvistir minnkað í kjölfarið? Hvernig er yfirvinnan?
Hverjar eru helstu niðurstöður úr úttektinni sem var gerð 1 og 2 árum eftir innleiðingu. Kostir og gallar.
- Hver er framtíð vottorð. Fjarvistir frá skóla og vinnu